Beint į leišarkerfi vefsins
Gamli Baukur - Vertshśs viš höfnina

Salir og aðstaða

Gamli Baukur

Aðalsalur

Neðri hæð Gamla Bauks tekur allt að 40 manns í sæti sem veitingastaður og er í raun aðalsalur hússins og því yfirleitt ekki leigður fyrir lokuð samkvæmi eða fundi. Þó er um að gera að hafa samband ef hugmyndir kvikna.

Bauksrisið

Bauksrisið ofan aðalsalarins tekur 20 manns við langborð í vesturstafni með skemmtilegu útsýni yfir höfnina. Í austurstafni loftsins er sófasett og að auki við langborðið eru þrjú minni borð. Hægt er að loka fyrir aðgengi upp í risið frá neðri hæðinni og því hentar salurinn vel fyrir smærri fundi og samkomur.

Skipasmíðastöðin

Skipasmíðastöðin er salur sem tekur allt að 100 manns sem tónleikasalur en um 80 manns í sitjandi veislur. Skipasmíðastöðin hentar mjög vel til tónlistarflutnings og er rómuð fyrir góðan hljómburð. Fundaraðstaða er þar einnig með ágætum.

 

Eftirtalinn búnaður er í salnum:

 • Fohhn hljóðkerfi, 1.500w
 • Behringer mixer, 24 rása
 • Behringer mixer, 4 rása
 • 2 stk. Shure hljóðnemar og standar
 • Breytanlegt svið
 • Ræðupúlt
 • Píanó
 • Breiðtjald
 • Dell skjávarpi
 • Stafrænt sjónvarp Símans
 • DVD spilari
 • Þráðlaust net
Auðvelt er að sníða aðstöðuna að þörfum hvers og eins og er starfsfólkið boðið og búið til þess að gera þinn atburð eins hentugan og þægilegan í framkvæmd og unnt er.
 

Hvalbakur

 
Hvalbakur er 160 fm salur sem tekur allt að 100 manns.  Salurinn býður upp á fjölbreytta notkun, s.s. einkasamkvæmi, menningarstarfsemi, fundarhöld og skemmtanir.
Veisluþjónusta í boði ef þess er óskað.
 
Eftirtalinn búnaður er í salnum:
 • 144 tommu breiðtjald
 • HD myndvarpi
 • Stafrænt sjónvarp Símans
 • Þráðlaus hljóðnemi
 • Nettenging
 • Ræðupúlt
 • Breytanlegt svið
 • Fundaraðstaða með þráðlausu neti í Messanum 

 

 

 

 

 

Senda fyrirspurn


Húsavík, Ísland


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd


Fįnar

In English
 • North Sailing
 • Gamli Baukur
 • Skuld