Beint į leišarkerfi vefsins
Gamli Baukur - Vertshśs viš höfnina

Verið velkomin á Gamla Bauk og Hvalbak

Ferskir sjávarréttir

Gamli Baukur er veitingastaður í hjarta hafnarinnar á Húsavík.

 

Veitingastaðurinn Gamli Baukur er staðsettur við höfnina á Húsavík með einstakt útsýni yfir hafnarsvæðið. Staðurinn býður upp á fjölbreyttan mat unninn úr besta fáanlega hráefni úr héraðinu og eru sjávarréttir hafðir í hávegum enda þótt boðið sé upp á allrahanda rétti. Mannlífið blómstrar á Gamla Bauk, lifandi tónlist, dansleikir, útsendingar kappleikja á breiðtjaldi og aðrar uppákomur skapa skemmtilega og afslappaða stemningu þar sem allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

 

Gamli Baukur er veitingastaður með sérstöðu í einstöku umhverfi þar sem gömlu gildin mæta nýjum straumum.

 

Café Hvalbakur er staðsettur undir miðasölu Norðursiglingar. Gott útsýni er yfir höfnina til hafs og aðstaða á útiverönd til þess að njóta veitinga þegar veður er gott. Café Hvalbakur býður upp á létta rétti á borð við pizzur, samlokur og kökur ásamt úrvali drykkja við allra hæfi. Innréttingin á Café Hvalbak er handsmíðuð úr flaki eikarbátsins Einars ÍS sem var smíðaður árið 1939 á Ísafirði og gefur staðnum einstakan blæ í góðu samræmi við anda Norðursiglingar. 

Afgreiðslan í Café Hvalbak 

 Framundan


Húsavík, Ísland


Višurkenningar & vottun:

Alžjóšlegar og innlendar višurkenningar frį 1995Noršursigling er leyfishafi FeršamįlastofuNoršursigling er leyfishafi Feršamįlastofu


Mynd


Fįnar

In English
  • North Sailing
  • Gamli Baukur
  • Skuld